þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Einhver sniðugur titill

Jæja góðir hálsar, fyrst að Magga er mætt eða uþb mætt á svæðið verðum við varla fleiri búsett á landinu í bráð. Ég flyt aftur út til Sthlms um miðjan janúar, og fer því hver að verða síðastur að heimsækja mig þennan vetur. Ég verð úti þar til amk næsta haust þó svo að ég kíki kannski á Klakann öðru hvoru.
Mér finnst upplagt að halda partý að þessu tilefni og úr því þig hafið fæst komið heim til mín er það upplögð staðsetning líka. Ég verð líka að nota tækifærið á meðan ég hef pláss til að bjóða fólki heim.
ÉG var einvhern tíma búin að stinga upp á pizzapartýi, en uppástungur eru velkomnar.
Ef ég verð í góðu skapi má vel vera að ég leyfi ykkur að smakka á vodkabirgðunum sem eru orðnar dágóðar..

Við þurfum bara að finna góða tímasetningu sem hentar flestum. Ég mæli þó með að við mætum frekar snemma og fáum okkur eitthvað gott að borða saman, þá höfum við líka nógan tíma til að fá okkur aðeins í litlu tána (eða stóru þeir sem vilja) og getum svo skellt okkur í bæinn eftir það. Ég bý í vesturbænum svo það er ekki mjög langt að skreppa í bæinn, hálftíma tölt eða leigari sem kostar þá ekki formúgu.

Endilega tjáið ykkur, uppástungur á tímasetningu og mat sérstaklega velkomnar :D

1 Comments:

Blogger Skatan said...

hum elda saman, eldhúsið mitt er MJÖG lítið.. svo það er eiginlega ekki góður kostur. En já við gætum haft þann siðinn á að hver og einn kemur með eitthvað með sér, væri samt gott að vita eitthvað fyrirfram
Ég er búin að læra að búa til Chili, einn stykki svoleiðis dugir fyrir nokkra. Væri frábært ef einhver kann að búa til gott Guacamole, með eða á eftir :)
Er ekki góð í for- eða eftirréttum..

13 nóvember, 2006 14:39  

Skrifa ummæli

<< Home