föstudagur, desember 08, 2006

Þettándagleði ?!?

Við Magga styðjum þrettándagleði með fjölskyldumeðlimum. Þeir sem ætla á brennur mega að sjálfsögðu mæta seinna, nema við skellum okkur bara saman á brennu. Það er hins vegar oft skítkalt að húka úti til að horfa á bál brenna. Ég hef persónulega ekki farið á margar brennur í gegnum ævina og er því ekki háð þeim, en það má samt alveg taka það til athugunnar. Þrettándann ber upp á laugardegi í ár og því tilvalið að sletta aðeins úr klaufunum þá.
Þetta verður nokkurn veginn síðasti séns að sjá mig áður en ég fer aftur til Stokkhólms um óákveðinn tíma ;o) ég hvet því alla til að mæta.
Ég býð fram húsnæði, og þetta verður þá nokkurs konar kveðjupartý fyrir mig líka, það er ekki þar með sagt að þið megið rústa húsgögnunum samt ;oþ

Hlakka til að heyra frá ykkur öllum !

1 Comments:

Blogger Skatan said...

VÆL ...

Ég er föst hjá mömmu fram að áramótum svo að ég efast um að ég nái að koma öllu í lag fyrir þrettándann.
Kannski maður ætti bara að vera þakklátur fyrir litlar undirtektir.

En já, það lítur ss út fyrir að ég hafi ekkert húsnæði nánast þar til ég fer út... og ég sem var farin að hlakka til..

Magga, hvenær skellum við okkur á djammið ? ;)

18 desember, 2006 16:04  

Skrifa ummæli

<< Home