föstudagur, mars 16, 2007

Yes!!

Takk æðislega fyrir þetta. Þá get ég látið heyra í mér aftur.

Hvernig er það annars liggur bloggið niðri?? Skil svo sem að erfitt geti verið að finna tíma. Alltaf nóg að gera. Ég er enn einu sinni búin að slá öll mín met í seinagangi að koma mér fyrir í nýrri íbúð!! Flutti inn 13. janúar og er enn ekki búin að ganga frá öllu. Að sjálfsögðu er það aðallega leti sem ég get kennt um. Kannski ég kalli það frekar afslöppun...... maður þarf víst að slappa af einstaka sinnum.

Hvernig leggst Eurovision í fólk?? Eins og við var að búast hef ég alltaf nægan áhuga fyrir Eurovision. Enn er ekki búið að setja inn myndböndin á síðuna en ég tékka a.m.k. einu sinni í viku. Hef ekki heyrt okkar framlag á ensku enn en vel var látið af því í vinnunni. Kemur í ljós hvað mér finnst. Einnig hlakka ég til að sjá framlag Úkraínu. En nú varð fyrir valinu söngvari sem klæðir sig alltaf upp sem miðaldra konu!! (eða mér dettur það í hug þegar ég sé hann)

Annars gengur lífið sinn vanagang hjá mér og mínum :)

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Smá breytingar

Ég var neydd til að uppfære bloggið yfir í 'New Blogger', svo nú þurfa allir að uppfæra reikningana sýna. Logga sig inn með gmail netfangi. Vona að þetta verði ekki til þess að þið hættið alveg að blogga ;o) heldur kannski auki áhugann :o) (Ekki að ég sé eitthvað skárri sjálf :oþ)

föstudagur, febrúar 02, 2007

Hemma i Svergige

Það fór nú eitthvað lítið fyrir þessum fjölskylduhittingi. Skammarlegt að mörgu leiti, við verðum bara að gera betur næst. Ég náði ekki einu sinni að heimsækja Möggu og heilsa upp á Brús og Tínu.
Einhver sem tekur að sér að plana hitting þegar ég læt sjá mig á landinu ? ;)

Hér er allavega allt í fínu, er að vísu drullukvefuð en lifi.

Látið nú heyra eitthvað í ykkur ;)

sunnudagur, desember 24, 2006

jólakveðja

Langaði bara að óska ykkur allra gleðilegra jóla :)

föstudagur, desember 08, 2006

Þettándagleði ?!?

Við Magga styðjum þrettándagleði með fjölskyldumeðlimum. Þeir sem ætla á brennur mega að sjálfsögðu mæta seinna, nema við skellum okkur bara saman á brennu. Það er hins vegar oft skítkalt að húka úti til að horfa á bál brenna. Ég hef persónulega ekki farið á margar brennur í gegnum ævina og er því ekki háð þeim, en það má samt alveg taka það til athugunnar. Þrettándann ber upp á laugardegi í ár og því tilvalið að sletta aðeins úr klaufunum þá.
Þetta verður nokkurn veginn síðasti séns að sjá mig áður en ég fer aftur til Stokkhólms um óákveðinn tíma ;o) ég hvet því alla til að mæta.
Ég býð fram húsnæði, og þetta verður þá nokkurs konar kveðjupartý fyrir mig líka, það er ekki þar með sagt að þið megið rústa húsgögnunum samt ;oþ

Hlakka til að heyra frá ykkur öllum !

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Partý ?!?

Þrátt fyrir dræmar undirtektir síðast ætla ég að reyna aftur.

Er einhver áhugi fyrir að koma saman og gera okkur glaðan dag áður en ég fer aftur til Svíþjóðar ?

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Einhver sniðugur titill

Jæja góðir hálsar, fyrst að Magga er mætt eða uþb mætt á svæðið verðum við varla fleiri búsett á landinu í bráð. Ég flyt aftur út til Sthlms um miðjan janúar, og fer því hver að verða síðastur að heimsækja mig þennan vetur. Ég verð úti þar til amk næsta haust þó svo að ég kíki kannski á Klakann öðru hvoru.
Mér finnst upplagt að halda partý að þessu tilefni og úr því þig hafið fæst komið heim til mín er það upplögð staðsetning líka. Ég verð líka að nota tækifærið á meðan ég hef pláss til að bjóða fólki heim.
ÉG var einvhern tíma búin að stinga upp á pizzapartýi, en uppástungur eru velkomnar.
Ef ég verð í góðu skapi má vel vera að ég leyfi ykkur að smakka á vodkabirgðunum sem eru orðnar dágóðar..

Við þurfum bara að finna góða tímasetningu sem hentar flestum. Ég mæli þó með að við mætum frekar snemma og fáum okkur eitthvað gott að borða saman, þá höfum við líka nógan tíma til að fá okkur aðeins í litlu tána (eða stóru þeir sem vilja) og getum svo skellt okkur í bæinn eftir það. Ég bý í vesturbænum svo það er ekki mjög langt að skreppa í bæinn, hálftíma tölt eða leigari sem kostar þá ekki formúgu.

Endilega tjáið ykkur, uppástungur á tímasetningu og mat sérstaklega velkomnar :D