föstudagur, mars 16, 2007

Yes!!

Takk æðislega fyrir þetta. Þá get ég látið heyra í mér aftur.

Hvernig er það annars liggur bloggið niðri?? Skil svo sem að erfitt geti verið að finna tíma. Alltaf nóg að gera. Ég er enn einu sinni búin að slá öll mín met í seinagangi að koma mér fyrir í nýrri íbúð!! Flutti inn 13. janúar og er enn ekki búin að ganga frá öllu. Að sjálfsögðu er það aðallega leti sem ég get kennt um. Kannski ég kalli það frekar afslöppun...... maður þarf víst að slappa af einstaka sinnum.

Hvernig leggst Eurovision í fólk?? Eins og við var að búast hef ég alltaf nægan áhuga fyrir Eurovision. Enn er ekki búið að setja inn myndböndin á síðuna en ég tékka a.m.k. einu sinni í viku. Hef ekki heyrt okkar framlag á ensku enn en vel var látið af því í vinnunni. Kemur í ljós hvað mér finnst. Einnig hlakka ég til að sjá framlag Úkraínu. En nú varð fyrir valinu söngvari sem klæðir sig alltaf upp sem miðaldra konu!! (eða mér dettur það í hug þegar ég sé hann)

Annars gengur lífið sinn vanagang hjá mér og mínum :)